Uppgötvaðu þitt peninga DNA

Vinnustofa í húsakynnum Sambands íslenskra myndlistarmanna – fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 10-16 – í húsakynnum SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. 


Þessi vinnustofa er fyrir þig ef:

 • Þú vilt læra hvernig þú getur beitt innsæinu til að ná árangri á fjármálasviðinu.
 • Þú hefur fengið nóg af innri togstreitu sem tengist peningum.
 • Þig þyrstir í að umbreyta sambandi þínu við peninga.
 • Þú vilt læra aðferðir sem þú getur nýtt þér til að sækja um styrki – og fá þá.

Félagsmönnum í Sambandi íslenskra myndistarmanna býðst að taka þátt í vinnustofunni. Þetta er tilvalið tækifæri til að taka stjórnina í peningamálunum og taka ákvörðun um að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi.

Peningaáskoranir

Rannsóknir hafa sýnt að við glímum öll við einhverjar áskoranir tengdar peningum. Það er staðreynd sem er óháð innkomu og fjárhag, þrátt fyrir að áskoranirnar séu af mismunandi toga.

Þekkirðu þig í einhverjum af eftirfarandi aðstæðum? 

 • Þú ert óþrjótandi uppspretta hugmynda en þig skortir öryggi hvað varðar hæfileika þína til að búa til peninga.
 • Eða þú vinnur mikið en tekjur þínar fara ekki vaxandi í samræmi við vinnuframlagið. Þér líður stundum eins og heilsa þín og velferð séu í húfi og þú átt það til að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum.
 • Eða þú hugsar með þér að peningar ættu ekki að skipta svona miklu máli en hefur peningaáhyggjur engu að síður.
 • Eða ertu þannig að samtöl um peninga valda þér vanlíðan– hvort sem þau eru við fjölskyldumeðlimi, viðskiptavini eða bankastarfsmenn. Þú upplifir ekki öryggi eða valdeflingu þegar peningar eru annars vegar.
 • Þú ert alltaf að hugsa um að sækja um styrki en kemur þér ekki að verki. Eða þú sækir um styrki en færð ekki það sem þér ber.

Þú ert alls ekki ein/n um að hafa upplifað þig í þessum aðstæðum.

„En ég hef reynt allt – hvers vegna ætti þetta að virka?“

Ég hélt að ég hefði reynt allt sem hægt væri að reyna til að bæta samband mitt við peninga. En þegar ég uppgötvaði peninga DNA-ið mitt og lærði að byggja á þeim styrkleikum sem ég hef – gerðist sú umbreyting sem ég hafði þráð.

Mig langar að deila með þér því sem ég hef lært og bjóða þér að taka þátt í vinnustofunni hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þar færðu tækifæri til að kynnast þínu peninga DNA-i sem mun varpa nýju ljósi á samband þitt við peninga og opna dyr að nýjum heimi.

Þátttakendur í vinnustofunni munu:

 • Kynnast peninga DNA-inu sínu.
 • Tengja við styrkleika sína og þá möguleika sem felast í þeim.
 • Sleppa tökunum á því sem þarf til að geta uppgötvað óvænta uppsprettu styrkleika.
 • Komast að því hvernig hægt er að auka innkomu sína með því að tengja við kjarnann í peninga DNA-inu.
 • Fá innsýn inn í styrkjamálin og læra aðferðir sem nýtast þeim sem vilja sækja um styrki – og fá þá.

Ummæli þátttakenda

„Bestu þakkir fyrir námskeiðið. Það kom mér skemmtilega á óvart og gaf mér nýja sýn á fjármál og á líf mitt í heild.“

„Ég skemmti mér mjög vel á námskeiðinu, fannst það fræðandi og uppbyggilegt.“

„Það er heilmargt sem situr eftir og ég finn að ég hugsa öðruvísi.“

Fjármál eru feimnismál…

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að bera peningamál þín á torg þar sem fullur trúnaður mun ríkja.

Fjárfesting

Fjárfesting fyrir vinnustofuna Uppgötvaðu þitt peninga DNA er kr. 18.900.

Vinsamlega skráðu þig með því að senda tölvupóst með nafni og símanúmeri á netfangið team@eddacoaching.com. Við sendum þér upplýsingar varðandi fyrirkomulag og greiðslutilhögun, ásamt undirbúningsgögnum.

Vinsamlega skráðu þig núna þar sem sætaframboð er takmarkað.

 


Um EddaCoaching:

EddaCoaching býður markþjálfun sem er sérsniðin að þörfum leiðtoga. Markmiðið með markþjálfun EddaCoaching er að efla fólk til að verða leiðtogar með öflugt hugarfar og sterk kerfi. Með skapandi nálgun markþjálfunarinnar er unnt að takast á við áskoranir og setja sér markmið sem geta orðið að veruleika.

Edda trúir því statt og stöðugt að með því að taka ábyrgð á sjálfum okkur, eflumst við og getum þannig eflt aðra. Þannig verðum við góðir leiðtogar! Framtíðarsýn Eddu er að með fjárhagslegri valdeflingu skapist tækifæri til að umbylta ríkjandi menningu.

Gildi EddaCoaching eru til grundvallar öllu starfi innan þess: valdefling, þróun, áskorun, árangur og sköpun.

Edda Jónsdóttir lauk alþjóðlegu CPC próf í markþjálfun frá Markþjálfunar- akademíunni í Mentone í Ástralíu. Akademían er í hópi þeirra skóla sem nýtur vottunar alþjóðamarkþjálfunarráðsins (International Coach Federation). Hún hefur einnig lokið sérnámi í fjármálamarkþjálfun og undirmeðvitunarfræðum hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum.

Edda er með háskólagráður í mannréttindafræðum, fjölmiðlafræði og ítölsku. Hún stundar nú M.A. nám með vinnu í ábyrgri stjórnun við Steinbeis háskóla í Berlín.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur meðal annars unnið sem verkefnisstjóri fyrir alþjóðastofnanir og við framleiðslu fjölmiðlaefnis. Edda hefur hlotið fjölda styrkja og unnið viðurkenningar fyrir störf sín.

Edda skrifar reglulega pistla fyrir Smartland Mbl.is.

Pistlar

Nánari upplýsingar um starfsferil Eddu er að finna hér

Saga Eddu