Um EddaCoaching:
EddaCoaching hefur boðið námskeið sem eru sérsniðin að þörfum leiðtoga allt frá árinu 2010. Markmiðið er að efla leiðtoga með öflugt hugarfar og sterk kerfi. Með skapandi nálgun markþjálfunarinnar er unnt að takast á við áskoranir og setja sér markmið sem geta orðið að veruleika.
Edda trúir því statt og stöðugt að með því að taka ábyrgð á sjálfum okkur, eflumst við og getum þannig eflt aðra. Þannig verðum við góðir leiðtogar! Með fjárhagslegri valdeflingu skapast tækifæri til að umbylta ríkjandi menningu.
Gildi EddaCoaching eru til grundvallar öllu starfi innan þess: valdefling, þróun, áskorun, árangur og sköpun.
Edda Jónsdóttir lauk alþjóðlegu CPC próf í markþjálfun frá Markþjálfunar- akademíunni í Mentone í Ástralíu. Akademían er í hópi þeirra skóla sem nýtur vottunar alþjóðamarkþjálfunarráðsins (International Coach Federation). Hún hefur einnig lokið sérnámi í fjármálamarkþjálfun og undirmeðvitunarfræðum hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum.
Edda er með M.A. gráðu í ábyrgri stjórnun (responsible management) frá Steinbeis háskóla í Berlín, gráðu á meistarastigi í mannréttindafræðum frá Bologna háskóla og B.A. gráðu í fjölmiðlafræði og ítölsku frá Háskóla Íslands.
Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur meðal annars unnið sem verkefnisstjóri fyrir alþjóðastofnanir og við framleiðslu fjölmiðlaefnis. Hún hefur jafnframt kennt við innlenda og erlenda háskóla.